Skaginn 3X opnar útibú í Noregi

Það er alltaf eitthvað gott að frétta hjá matvælafyrirtækinu Skag­inn 3X sem er eitt öflugasta fyrirtæki Akraness. Matvælafyrirtækið er í útrás og mun opna útibú í Bodø í Noregi í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skaganum 3X.

Magni Vet­urliðason, sem bú­sett­ur hef­ur verið í Nor­egi í fleiri en þrjá­tíu ár og er reynd­ur í geir­an­um, mun reka norsku skrif­stof­una. Haft er eft­ir hon­um að Skag­inn 3X hafi marga viðskipta­vini í Nor­egi og meti þá mik­ils.

„Jafn­vel þó við mun­um hafa skrif­stofu í Bodø þá stefn­um við á að heim­sækja viðskipta­vini okk­ar. Helstu um­svif okk­ar verða því á þeim stöðum þar sem viðskipta­vin­ir okk­ar hafa sín­ar verk­smiðjur,“ seg­ir Magni.

Útibúið, sem opn­ar dyr sín­ar 5. mars, muni skapa fleiri tæki­færi og auðvelda fyr­ir­tæk­inu að halda áfram að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu þar í landi. Öll inn­setn­ing búnaðar og fram­leiðsla muni þá áfram fara fram á Íslandi.

„Við ætl­um að byrja á að hafa einn starfs­mann. Frek­ari ráðning­ar munu fylgja þegar við höf­um komið á fót stöðugum grunni í Nor­egi,“ seg­ir Magni.