Það er líf og fjör í Akraneshöfn og í vinnsluhúsum á svæðinu þessa dagana. Loðnuvertíðin stendur sem hæst og eru fjölmargir við störf í hrognavinnslu á Akranesi þessa stundina. Í gær kom Venus inn til hafnar með loðnufarm eins og sjá má þessum myndum. Gert er ráð fyrir að tvær vikur séu eftir af loðnuvertíðinni. Skipin voru í gær dreifð um Faxaflóa við leit og veiðar, frá Garðskaga og norður undir Malarrif.
Á mbl.is kemur fram að loðnu hafi víða verið að sjá, en hún virðist ekki hafa þétt sig í flekki eða stórar torfur eins og hún gerði í fyrravetur.
Heildarloðnuaflinn er er um 185.575 tonn og er búið að veiða um 115.620 tonn.
Víkingur AK 100 er með 16.779 tonna aflaheimild og hefur nú þegar veitt 12.358 tonn og á því 4.421 tonn eftir af kvótanum.
Bjarni Ólafsson AK 70 er með 4.393 tonna aflaheimild og hefur nú þegar veitt 4.056 tonn og því aðeins rétt um 340 tonn eftir af kvótanum.