Skagamaðurinn Heimir Bergmann hefur opnað nýja fasteignasölu í gamla heimabænum. Þar með eru fasteignasölurnar á Akranesi orðnar fjórar.
Lögheimili eignamiðlun er með skrifstofu að Skólabraut 26 í húsnæði sem oft hefur verið kennt við gamalgróna verslun sem var þar til húsa og hét Akrasport.
Heimir Bergmann hefur starfað við fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu fá árinu 2006 með farsælum árangri. Hjá Lögheimili starfa Heimir Bergmann og Ólafur Sævarsson sem einnig er löggiltur fasteignasali. Ólafur hefur búið á Akranesi á undanförnum árum og er hann í sambúð með Kötlu Guðlausdóttur.
„Ég hef sterkar rætur til Akraness, enda barnabarn Denna í Skuld og hef nú loks flutt lögheimili mitt „heim“. Ég hef verðir stoltur stuðningsmaður ÍA frá því ég man eftir mér og hef mætt á knattspyrnuleiki ÍA svo langt aftur í tímann að ég man eftir mér á Melavellinum.
Ég hef sterkar rætur til Akraness, enda barnabarn Denna í Skuld og hef nú loks flutt lögheimili mitt „heim“
Ég hef verið stuðningsmaður og styrktaraðili ÍA um árabil og bætti við nú í fyrra Golfklúbbnum Leyni við.
Það er mér mikil ástríða að ÍA vegni sem allra best og sýni ég það í verki með mætingu minni á all flesta knattspyrnuleiki hvort sem það eru æfingaleikir, leikir í efstu deild eða þeirri næst efstu,“ segir Heimir Bergmann en fyrirtækið Lögheimili eignamiðlum leggur mikið upp úr trausti og faglegum vinnubrögðum.
„Við óskum við eftir öllum gerðum eigna til sölu eða leigu á Akranesi. Hlakka til að að eiga gott og farsælt samstarf við Akurnesinga sem og aðra. Áfram ÍA,“ bætti Heimir Bergmann við.