ÍA TV: Helstu atriðin úr leik ÍA og Tindastóll

Á undanförnum mánuðum hefur verkefnið ÍA TV stækkað og stækkað. Sjálfboðaliðar á vegum ÍA hafa lagt mikla vinnu á sig við að koma útsendingum á netinu til skila frá leikjum og mótum í ýmsum íþróttagreinum.

Nýjasta afurð ÍA TV er að klippa saman helstu atriðin úr leikjum mfl. ÍA og hér fyrir neðan má sjá það helsta sem gerðist í leik ÍA og Tindastóls í Faxaflóamótinu í knattspyrnu kvenna. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.