Kvöldvaka með Grafík á Gamla Kaupfélaginu

Menningarlífið á Akranesi er blómlegt og í þessari viku fara fram Írskir Vetrardagar þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði. Á fimmtudag og föstudag verður blásið til kvöldvölu á Gamla Kaupfélaginu. Á fyrri kvöldvökunni 15. mars verður hljómsveitin Grafík í aðalhlutverki. 

Hljómsveitin Grafík fagnaði með tónleikum í lok síðasta árs að 30 ár voru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndamál. Það þóttist takast það vel að eftirspurn hefur verið síðan að leikið sé meira og víðar.

Þessi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar. Hljómplatan Leyndarmál var fimmta plata sveitarinnar en sú fyrsta og eina sem hljómsveitin gerði með Andreu Gylfadóttur eftir að hún tók við keflinu af Helga Björnssyni.

Platan fékk mjög góða dóma og viðtökur og má þá sérstaklega nefna lögin Presley og Prinsessan.

Hægt er að kaupa miða á Miði.is.