Skagamenn eiga fulltrúa á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem fram fara í Hörpunni. Hljómsveitin Madre Mia frá Akranesi keppir á fyrsta úrslitakvöldinu af alls fjórum. Madre Mia fer á sviðið í Hörpu sunudaginn 18. mars ásamt sex öðrum hljómsveitum.
Hljómsveitina skipa þær Katrín Lea Daðadóttir, Hekla María Arnardóttir og Sigríður Sól Þórarinsdóttir. Katrín er 14 ára, hún syngur, spilar á bassa og kassatrommu, Hekla María er 15 ára og er einnig söngvari og spilar á gítar. Sigríður Sól er 15 ára, hún er söngvari og spilar á hljómborð.
„Við kynntumst í gegnum tónlistarstarfið á skaganum og héldum sjálfar jólatónleika í desember til styrktar Mæðrastyrksnefndar. Þar söfnuðum við um 400.000kr. Við höfum allar sterkan grunn í tónlist eftir að hafa verið lengi í Tónlistarskólanum á Akranesi.
Tvær okkar hafa unnið Hátónsbarkakeppni grunnskólanna á Akranesi og komist inn á Söngvakeppni Samvest. Það skal tekið fram að ein okkar er á leiðinni á Söngvakeppni Samfés.
Við höfum spilað mikið saman um allt Akranes og eitthvað í Reykjavík á samkomum og viðburðum. Svo við teljum að Músíktilraunir sé rétti staðurinn fyrir okkur,“ segir þær stöllur í viðtali á heimasíðu keppninnar.
Sigurvegarar Músíktilrauna frá upphafi eru:
2017 – Between Mountains
2016 – Hórmónar
2015 – Rythmatik
2014 – Vio
2013 – Vök
2012 – RetRoBot
2011 – Samaris
2010 – Of Monsters and Men
2009 – Bróðir Svartúlfs
2008 – Agent Fresco
2007 – Shogun
2006 – The Foreign Monkeys
2005 – Jakobínarína
2004 – Mammút
2003 – Dáðadrengir
2002 – Búdrýgindi
2001 – Andlát
2000 – XXX Rottweiler hundar
1999 – Mínus
1998 – Stæner
1997 – Soðin Fiðla
1996 – Stjörnukisi
1995 – Botnleðja (Silt)
1994 – Maus
1993 – Yukatan
1992 – Kolrassa Krókríðandi (Bellatrix)
1991 – Infusoria (Sororicide)
1990 – Nabblastrengir (Umbilical Cords)
1989 – Laglausir
1988 – Jójó
1987 – Stuðkompaníið
1986 – Greifarnir
1985 – Gipsy
1984 – Verkfall kennara, keppni féll niður
1983 – Dúkkulísurnar
1982 – D.R.O.N.