Einar Örn með Íslandsmet og Svavar Örn með gullverðlaun

Skagamennirnir Svavar Örn Sigurðsson og Einar Örn Guðnason náðu góðum árangri í klassískum kraftlyftingum og klassískri bekkpressu.

Úrslitin má nálgast hér: 

Einar Örn og Svavar Örn.

Svavar gerði sér lítið og sigraði í 74 kg. flokki í klassískri bekkpressu. Hann bætti sig jafnt og þétt í þremur tilraunum. Fyrsta lyfti hann 135 kg., 145 kg. í annarri tilraun og150 kg. í þriðju tilrauninni.

Einar Örn keppti í 105 kg. flokknum og varð annar. Hann lyfti 180 kg.  Sigurvegarinn Ingimundur Björgvinsson lyfti 201 kg. en Einar Örn reyndi við þá þyngd í lokaumferðinn en tókst ekki að lyfta þeirri þyngd.

Í klassískum kraftlyfingum var Einar Örn eini keppandinn frá ÍA – og hann gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í bekkpressu. Einar Örn lyfti 278,5 kg í hnébeygju, 270 kg í réttstöðulyftu og 186,5 kg í bekkpressu.

Kraft­lyft­ing­ar eru ekki ólymp­ísk grein en inn­an alþjóðasam­bands­ins er ann­ars veg­ar keppt í kraft­lyft­ing­um með búnaði (hné­beygju­brók og bekkpressuslopp­ur) og hins veg­ar án búnaðar og kall­ast það klass­ísk­ar kraft­lyft­ing­ar.