Matarbúr Kaju / Café Kaja á nýjum stað – alþjóðleg söfnun fyrir sólskyggni á Akranesi

Matarbúr Kaju / Café Kaja vex og dafnar vel á Akranesi og nýverið fluttu fyrirtækin sig um set.  Opið er alla virka morgna kl. 9.00 og er opið til 17.30. Matarbúr Kaju / Café Kaja er við Stillholt 23 en í því húsnæði var áður matsölustaður sem sérhæfði sig í asískri matargerð.

Skagakonan Karen Emilía Jónsdóttir stofnaði fyrirtækið Kaja Organic í mars 2013. Slagorðið í starfssemi Kaja Organic er „lífrænt fyrir alla“.

Á dögunum fékk hugmynd frá Matarbúr Kaju / Café Kaja brautargengi hjá Karolinafund.com – en verkefni sem komast þar inn þurfa að fara í gegnum ítarlegt umsóknarferli og aðeins góðar hugmyndir komast þar inn.

Á Karolinafund.com stendur yfir söfnun fyrir sólskyggni, blá/hvítu sólskyggni á alla glugga, sem verður að sjálfsögðu staðnum og Akranesi til sóma. Lífræna súkkulaðið og gestir staðarins njóta góðs af þessu verkefni – enda er oft sólríkt á þessum slóðum á Flórída-Skaganum. Það á því vel við að safnað sé fyrir sólarvörn á borð við sólskyggni í alþjóðlegu verkefni á einum sólríkasta stað landsin.

Matarbúr Kaju selur lífrænt vottaðar matvörur bæði eftir vigt og í smásölupakkningum. Café Kaja býður upp á lífrænt kaffi, te og léttar veitingar.

Nokkrir velkunnir velunnarar Kaju hafa unnið hörðum höndum að undanförnu að koma þessu verkefni í gang. Þar stóðu fremst í flokki,  Guðrún Margrét Jónsdóttir, Bjössi Lúðvíks, Jenna Gottlieb og Guðríður Haraldsdóttir.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að kynna þér verkefnið.