Rósa Kristín Hafsteinsdóttir náði frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í samkvæmisdönsum sem fram fór í Blackpool á Englandi nýverið.
Rósa Kristín komst alla leið í úrslit með dansfélaga sínum Aroni Loga Hrannarssyni. Þau enduðu í 6. sæti þegar uppi var staðið í harðri keppni. Þau keppa í flokki 14 ára og yngri. Þrátt fyrir að hafa aðeins dansað saman í þrjá mánuði sem danspar hafa þau Rósa og Aron náð frábærlega saman. Þau fögnuðu nýverið Íslandsmeistaratitlinum í flokki 14-15 ára í Latin dönsum.
Um 70 pör tóku þátt á EM í flokki 14 ára og yngri í Blackpool.
Adam og Karen Reeve eru með þeim á þessari mynd en þau eru þjálfararnir þeirra. Karen er dómari í Allir geta dansað og Adam er listrænn stjórnandi í þeim þáttum.