Skagamenn og aðrir gestir skemmtu sér vel á kvöldvökunni sem fram fór í Gamla Kaupfélaginu í kvöld.
Hljómsveitin Síðan skein sól hélt þar uppi frábærri stemningu með lágstemdum útsetningum af sínum allra bestu lögum. Helgi *F… Björnsson og félagar hans gáfu allt í verkefnið og kunnu gestir vel að meta það.
Kvöldvökurnar á Gamla Kaupfélaginu hafa heldur betur slegið í gegn og ber að þakka fyrir þetta framlag. Vel gert.
Á undanförnum vikum hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á Gamla Kaufélaginu með það að markmiði að bæta hljóminn í þessu frábæra húsnæði. Tónlistarfólkið sem hefur komið fram á undanförnum kvöldvökum og öðrum skemmtunum, hefur haft það á orði, að hljómurinn á Gamla Kaupfélaginu, sé í fremstu röð á Íslandi.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem útsendari Skagafrétta smellti af í Gamla Kaupfélaginu í kvöld.