Söngkeppni framhaldsskólanna tókst gríðarlega vel

Söngvakeppni framhaldsskólanna fór fram með glæsibrag í íþróttahúsinu við Vesturgöt á Akranesi í gær.

Alls tóku 24 skólar þátt og var sýnt frá keppninni í beinni útsendingun á RÚV.

Það voru Vinir Hallarinnar sem sáu um framkvæmdina á þessum viðburði og er óhætt að segja að vel hafi tekist til á þeim stutta tíma sem Vinir Hallarinnar fengu til að skipuleggja keppnina.

Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri stóð uppi en  hann fluti lagið „I put a spell on you“ eftir Screamin’ Jay Hawkins.

Sigurvegarinn Birkir Blær Óðinsson ásamt húsbandinu sem sá um að leika undir hjá öllum keppendunum. Birgir Þórisson, kennari við Tónlistarskóla Akraness var hljómsveitarstjórinn.

Valdís Valbjörnsdóttir, fulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, vann með yfirburðum símakosninguna með túlkun sinni á laginu „Stone Cold“ eftir Demi Lovato.

Fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru þær Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir.