Lögheimili fær góðar viðtökur hjá Skagamönnum

„Það er mikið líf á fasteignamarkaðinum hér á Akranesi. Verðin hafa hækkað í takt við hækkanir á höfuðborgarsvæðinu. Það er eftirsóknarvert að flytja á Akranes og við mælum hiklaust með Skaganum við okkar viðskiptavini í Reykjavík og víðar,“ segir Heimir Bergmann, ættaður frá Skuld, en hann er einn eigandi að Lögheimili.

Í gær var skrifstofa Lögheimilis á Akranesi opnuðu með formlegum hætti. Opið hús var hjá þeim Heimi og Ólafi Sævarssyni, en þeir hafa báðir áratugareynslu í sölu á fasteignum.

Ólafur Sævarsson og Heimir Bergmann.

Fjöldi manns kom í heimsókn á Skólabrautina í gær í kaffi, léttar veitingar og spjall um daginn og veginn.

„Það er mikil eftirspurn eftir húsnæði á Akranesi. Það gengur vel að fá eignir á söluskrá og við höfum selt eignir. Við finnum fyrir meðbyr og fólk virðist vera ánægt með þjónustuna hjá okkur. Það verður vonandi fljótt að spyrjast út. Ég er bjartsýnn á að Lögheimili eigi eftir að blómstra hér á Akranesi eins og í Reykjavík. Við óskum eftir eignum á sölu og á leiguskrá. Og að sjálfsögðu segjum við áfram Skagamenn,“ sagði Heimir Bergmann.