Karlaliði ÍA er spáð sigri í Inkasso-deildinni í knattspyrnu og kvennalið ÍA endar í þriðja sæti í Inkasso-deildinni ef marka má spá forráðamanna félaganna sem birt var í dag. Bæði liðin leika í næst efstu deild á Íslandsmótinu.
Vesturlandsliðin ÍA og Víkingur Ólafsvík fara upp í Pepsideildina í haust ef spáin gengur eftir í karlaflokknum.
Fylki og Keflavík er spáð tveimur efstu sætunum í Inkasso-deild kvenna.
Fyrsti leikur ÍA í Inkasso-deild karla fer fram laugardaginn 5. maí á Norðurálsvellinum á Akranesi gegn Leikni úr Reykjavík, en liðinu er spáð falli ásamt Njarðvík.
Fyrsti leikur ÍA í 1. deild kvenna er föstudaginn 11. maí á útivelli gegn Haukum að Ásvöllum.
Spá Inkasso-deild karla:
1. ÍA – 358 stig.
2. Víkingur Ó. – 318 stig.
3. Þróttur R. – 288 stig.
4. Þór – 269 stig.
5. HK – 264 stig.
6. Fram – 214 stig.
7. Selfoss – 178 stig.
8. Haukar – 134 stig.
9. ÍR – 104 stig.
10. Magni – 102 stig.
11. Leiknir R. – 78 stig.
12. Njarðvík – 36 stig.
Spá 1. deild kvenna:
1. Fylkir – 297 stig.
2. Keflavík – 257 stig.
3. ÍA – 228 stig.
4. Haukar – 215 stig.
5. Þróttur R. – 153 stig.
6. Fjölnir – 135 stig.
7. ÍR – 119 stig.
8. Afturelding/Fram – 116 stig.
9. Hamrarnir – 97 stig.
10. Sindri – 32 stig.
Sama verðlaunafé í báðum deildum:
Inkasso verður áfram styrktaraðili í 1. deild karla en skrifað var undir samning þess efnis á fréttamannafundi í dag. Inkasso verður einnig styrktaraðili í 1. deild kvenna næstu árin en samningur þess efnis var undirritaður í dag. Samningurinn gildir til þriggja ára eða til ársloka árið 2020.
Verðlaunafé verður það sama í báðum deildum. Ein milljón færst fyrir sigur í hvorri deild en verðlaunaféð má sjá hér að neðan.
Verðlaunafé í deildunum
1. sæti – Ein milljón
2. sæti – 700 þúsund krónur
3. sæti – 500 þúsund krónur
4.-8. sæti 300 þúsund krónur á hvert lið
9-12. sæti 200 þúsund krónur