Framsókn og frjálsir opna skrifstofu – ráðherra mætir á svæðið

Það styttist í sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara laugardaginn 26. maí 2018. Framsókn og frjálsir Akranesi opna kosningaskrifstofu sína laugardaginn 5. maí og verður opið frá kl. 16-18. Skrifstofan er við Kirkjubraut 54 – 56.

Formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson mætir á svæðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn og frjálsir.

Það eru allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi, kökur, ís og tónlistaratriði frá Madre Mía sem keppti m.a. í úrslitum Músíktilrauna 2018. Frambjóðendur verða á staðnum og Skagamönnum gefst gott tækifæri til að ræða við ráðherra m.a. samgöngumál.