Unnur Ýr vill fá Guðrúnu Karitas aftur í gula búninginn

ÍA leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn er gegn ÍR og fer hann fram á Norðurálsvellinum kl. 20.00.

Skagaliðinu er spáð fínu gengi í sumar af sérfræðingum og verður í baráttunni um að komast í Pepsi-deildina ef marka má spá sérfræðinga.

Unnur Ýr Haraldsdóttir er fyrirliði ÍA en hún skoraði eina mark ÍA í 1-0 sigri liðsins gegn Haukum í fyrstu umferð deildarinnar.

Unnur Ýr svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Þar kemur m.a. fram að hún lék sinn fyrsta mfl. leik 14 ára gömul, Pepsi Max er drykkurinn og hún vill fá Guðrúnu Karitas Sigurðardóttur aftur heim á Skagannn.

Fullt nafn: Unnur Ýr Haraldsdóttir.

Gælunafn sem þú þolir ekki:
 „Unnsla“ er ekkert mjög vinsælt.

Aldur
: 23 ára

Hjúskaparstaða
: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:
5. júní 2009, 14 ára gömul.

Uppáhalds drykkur:
Pepsi Max.

Uppáhalds matsölustaður:
Galito.

Hvernig bíl áttu:
Peugeot 208.

Auglýsing
Uppáhalds sjónvarpsþáttur:
Friends.

Uppáhalds tónlistarmaður:
Ed Sheeran.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:
Kókosbollu, jarðaber og þrist.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:
Hey!!! Still need to se you ASAP!! Also! When is Irish days?? Frá Megan

Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas: Kærastann, Tryggva bróðir og svo pabba til að hafa hemil á okkur 3.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Harpa Þorsteinsdóttir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þær eru nokkrar frekar pirrandi í Selfossi

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum 1.deildina 2015.

Mestu vonbrigðin: Fall úr Pepsí 2014.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðrúnu Karítas heim!

Uppáhalds staður á Íslandi: Akranes

AuglýsingFallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Teitur Pétursson ber höfuð og herðar yfir aðra.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: My partner in crime, Maren Leósdóttir.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það sem kemur fyrst upp í hugan er þegar við vorum að spila leik inn í höll fyrir nokkrum árum síðan og Ingunn Eiríks, sá mikli meistari var að fara inná völlinn. Hún klæðir sig úr upphitunarbuxunum, hleypur nokkur skref en fattar svo fljótlega að hún hafði gleymt að fara í stuttbuxur, það var mjög fyndið.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Maren Leós, Heiðrúnu Söru og Aldísi Ylfu.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Finnst frekar sturlað að hafa eignast barn, fæðing er magnað fyrirbæri.

Auglýsing