Sjáðu sigurmarkið hjá Bergdísi í 1-0 sigri ÍA gegn ÍR

Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði eina mark ÍA gegn ÍR þegar liðin áttust við í Akraneshöllinni í gær. Markið tryggði ÍA þrjú stig og er liðið búið að vinna báða leikina í Inkasso-deildinni á þessu tímabili.

Leikurinn átti að fara fram á Norðurálsvellinum en hann var færður inn í Akraneshöllina vegna veðurs.

Næsti leikur ÍA í Inkasso-deildininni er gegn Fjölni á útivelli þann 27. maí. Á mánudaginn verður stórleikur hjá ÍA gegn Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann er kl. 14.00 á Norðurálsvellinum.AuglýsingAuglýsing