Bergdís Fanney í U19 ára landsliðinu sem keppir í Póllandi

Bergdís Fanney Einarsdóttir leikmaður ÍA verður í íslenska U19 ára landsliðinu sem keppir í milliriðli Evrópumótsins. Leikið verður í Póllandi 5.-11. júní n.k.

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Grikkland, Pólland og Noregur, en efsta lið riðilsins fer áfram í úrslitakeppni mótsins.

Landsliðið er þannig skipað:

Kristín Dís Árnadóttir | Breiðablik
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen | Breiðablik
Guðrún Gyða Haralz | Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Helena Ósk Hálfdánardóttir | FH
Guðný Árnadóttir | FH
Aníta Dögg Guðmundsdóttir | FH
Dröfn Einarsdóttir | Grindavík
Telma Ívarsdóttir | Haukar
Bergdís Fanney Einarsdóttir | ÍA
Anita Lind Daníelsdóttir | Keflavík
Ásdís Karen Halldórsdóttir | Valur
Stefanía Ragnarsdóttir | Valur
Hlín Eiríksdóttir | Valur
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir | Stjarnan
Margrét Árnadóttir | Þór/KA
Hulda Björg Hannesdóttir | Þór/KA
Sóley María Steinarsdóttir | Þróttur

Auglýsing



Auglýsing