Rúta sem fór á Akranes tafði brottför landsliðsins til Rússlands

Eins og áður hefur komið fram er Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson í landsliði Íslands sem keppir í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland kemst í úrslitakeppni HM. Akranes kom einnig við sögu í brottför landsliðsins í dag og varð það til þess að tefja flug íslenska liðsins til Rússlands.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerði þau mistök að setja töskuna sína í ranga rútu á BSÍ í dag.

Í töskunni var vegabréf Eyjamannsins ásamt ýmsu öðru tilheyrandi. Rútan var á leiðinni á Akranes og þurfti landsliðið að seinka brottför á meðan beðið var eftir að taskan skilaði sér til Heimis.

Fjallað var um málið á RÚV í dag. Það má sjá hér. 

 

Auglýsing