Skagamenn í stóru hlutverki í einni virtustu matreiðslukeppni heims

Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum.

Keppnin hefur verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja en 24 þjóðir fá keppnisrétt.

Skagamenn koma mikið við sögu í keppninni í ár. Bjarni Siguróli Jakobsson keppir fyrir hönd Íslands í þessari keppni í ár. Aðstoðarmenn hans eru þrír ungir Skagamenn sem eru allir kokkanemar.

Það eru þeir Ari Jónsson, Anton Elí Ingason og Ísak Darri Þorsteinsson.

Ari Jónsson er sonur Jóns Gunnars Axelssonar og Rannveig Björk Gylfadóttir, Anton Elí er sonur Inga Más Ingvarssonar og Hörpu Harðardóttur og Ísak Darri er sonur Ragnhildar Ólafsdóttur og Þorsteins Böðvarssonar.

 

 

Ari Jónsson.

Ísak Darri Þorsteinsson.


Anton Elí Ingason.