Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum. Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar. Akurey er tæplega ársgamalt skip í eigu HB Granda og er Skagamaðurinn Eiríkur Jónsson skipstjóri.
Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að skipstjóri Akureyjar hafi óskað eftir aðstoð á sjöunda tímanum að morgni 18. júní. Varðskipið Þór var þá á Bíldudal og hélt þegar af stað til móts við ísfisktogarann. Um klukkan 13:00 var Þór kominn að Akurey og tók skamma stund að koma taug á milli skipanna. Að því búnu hélt varðskipið áleiðis til Reykjavíkur með Akurey í togi en gert er ráð fyrir að skipin verði komin til hafnar um hádegisbil miðvikudaginn 19. júní.
Hér má sjá ferðalagið á Akurey á Marine Traffic vefnum.