ÍA stendur fyrir áhugaverðum viðburðum á Jónsmessunni

Lengstu dagar ársins eru framundan hér á Íslandi og styttist í sjálfa Jónsmessuna. Íþróttabandalag Akraness stendur að venju fyrir áhugaverðum viðburðum sem tengjast Jónsmessunni.

Viðburðurnir fara fram fimmtudaginn 21. júní.

Í fyrsta lagi er það gönguferð um Innstavogsnesið – sem Guðni Hannesson ljósmyndari og starfsmaður Landmælinga ætlar að stýra.

Í öðru lagi verður boðið upp á kajaksiglingar í Höfðavík sem er rétt við Innstavogsnesið. Sjósportsfélagið Sigurfari á Akranesi mun bjóða gestum að prófa kajaksiglingar í víkinni.

Nánar hér fyrir neðan.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar. 

Auglýsing