„Við höfum aðeins þurft að leysa smávægileg vandræði sem hafa endað vel“
Íslenska lögreglan er með fimm starfsmenn í Rússlandi í tengslum við HM í knattspyrnu. Skagakonan Silvía Llorens Izaguirre og Skagamaðurinn Vilhjálmur Gíslason eru í þessum hópi en þau starfa bæði hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Silvía segir að hlutverk hennar í Rússlandi sé tvískipt.
Silvía er hér þriðja frá vinstri með íslenskum og argentínskum starfsfélögum á leikvellinum í Moskvu. Vilhjálmur er annar frá hægri á þessari mynd.
„Við skiptum með okkur verkum. Í fyrsta lagi eru tveir úr teyminu í stjórnstöð. Þar er safnað saman upplýsingum um stuðningsmenn sem eru á leið á leikina. Þessum upplýsingum er deilt til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þeir sem eru í áhættuhópum geti skipulagt og búið til vandræði til að eyðileggja HM upplifunina fyrir okkur “
Í öðru lagi eru ávallt þrír úr teyminu með rússnesku lögreglunni til að fylgjast með ástandinu á leikjum, í fan-zone og á öðrum stöðum þar sem stuðningsmenn koma saman.
Hlutverk þeirra er að rýna í stöðuna á þessum svæðum og aðstoða stuðningsmenn eins og kostur er. Fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir vandræði áður en þau hefjast og að leysa vandamál áður en þau verða að stórmáli. Á heildina litið hefur þetta allt saman gengið vel. Við höfum aðeins þurft að leysa smávægileg vandræði sem hafa endað vel,“ sagði Silvía við skagafrettir.is.
Auglýsing
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/06/18/thrir-skagamenn-i-lykilhlutverkum-a-hm-i-russlandi/