Karlalið ÍA er úr leik í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap á heimavelli gegn FH. Brandur Olsen skoraði eina mark leiksins á upphafsmínútum leiksins.
Lið ÍA, sem leikur í næst efstu deild, náði fínum síðari hálfleik gegn Pepsi-deildarliðinu úr Hafnarfirði.
Það dugði ekki til og verður FH í hattinum þegar dregið verður í undanúrslitum keppninnar. Skagamenn eru þriðja sigursælasta lið allra tíma í karlaflokki í bikarkeppni KSÍ með 9 bikarmeistaratitla.
Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá leiknum í kvöld.