Svala Íslandsmeistari í flokki 35 ára og eldri

Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35 í golfi fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur og þar fagnaði kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni Íslandsmeistaratitli. Svala Óskarsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í kvennaflokki. Úrslitin í kvennaflokki réðust eftir þriggja holu umspil. Svala er eiginkona John Garner, sem er golfkennari hjá Leyni í sumar.

Sigmundur Einar Másson úr GKG fagnaði sigri í karlaflokki.

Íslandsmeistarar 35 ára og eldri í kvenna og karlaflokkum verða fulltrúar Íslands á alþjóðlegu MidAm móti árið 2019, uppfylli þeir keppnisskilmála mótsins.

Lokastaðan:

1. flokkur kvenna – 35 og eldri

1. Svala Óskarsdóttir, GL (77-70-69) 216 högg (+6)
2. Þórdís Geirsdóttir, GK (72-68-76) 216 högg (+6)
*Svala sigraði eftir þriggja holu umspil.
3. Ingunn Einarsdóttir, GKG (73-77-70) 220 högg (+10)

1. flokkur karla – 35 og eldri

1. Sigmundur Einar Másson, GKG (73-69-69) 211 högg (+1)
2. Guðmundur Arason, GR (73-71-70) 214 högg (+4)
3.-4. Nökkvi Gunnarsson, NK (85-66-68) 219 högg (+9)
3.-4. Þröstur Ástþórsson, GS (76-70-73) 219 högg (+9)
Auglýsing