Sigrún Eva tók þátt í sögulegum sigri Íslands

Sigrún Eva Sigurðardóttir kom mikið við sögu í sögulegum sigri U-16 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu. Skagakonan var í byrjunarliðinu í 2-1 sigri Íslands gegn Þýslandi á Opna Norðurlandamótinu en leikurinn fór fram í Raufoss í Noregi.

Sigrún Eva var í byrjunarliðinu og átti góðan leik líkt og aðrir leikmenn Íslands. Þetta er víst í fyrsta sinn sem Ísland leggur Þýskalandi að velli í landsleik hjá yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu. Ólöf S. Kristinsdóttir leikmaður Vals skoraði bæði mörk Íslands.

Næsti leikur Íslands er gegn Englandi á föstudaginn.

 

Auglýsing