Bæjarhátíðin Írskir dagar fer nú fram í 19. sinn á Akranesi.
Hátíðin er fjölbreytt að venju og margt í boði fyrir gesti á öllum aldri dagana 5. -9. júlí.
Hátíðin hefur fest sig í sessi í gegnum árin og er einn af hápunktum sumarsins á Akranesi. Dagskráin lofar góðu og finna sér allir eitthvað eitthvað við hæfi.
Líkt og önnur ár er keppnin rauðhærðasti Íslendingurinn og í verðlaun er ferð fyrir tvo til Írlands í boði Gaman ferða.
Hér er hægt að sjá dagskrá Írskra daga en allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á fésbókarsíðu Írskra daga.
Auglýsing