Allar líkur eru á því að nýtt gistiheimili verði tekið í notkun á efri hæðinni við Stillholt 23.
Fyrirspurn þess efnis var tekin fyrir á fundi skipulags og umhverfisráðs Akraness. Fjölbreytt starfssemi hefur verið í þessu húsnæði.
Á undanförnum mánuðum hafa nýir aðilar söðlað um sig á þessum slóðum. Má þar nefna Matarbúr Kaju, Café Kaja og gæludýraverslunina Dýrabæ.
Grenndarkynning mun fara fram á næstunni en um er ræða gistiheimili í flokki 2 en slík gistiheimili eru ekki með veitingar.
Það eru fyrirtækin Uppbyggingar ehf. og S23 ehf. sem standa að þessari fyrirspurn.
Gunnar Þór Gunnarsson er stjórnarformaður S23 ehf.
Kristín Minney Pétursdóttir og Engilbert Runólfsson standa á bak við Uppbyggingu ehf.
Auglýsing