ÍA og Haukar sameinuð með armbandi #egabaraeittlif

Leikmenn ÍA og Hauka léku í gær í Inkasso-deild kvenna með bleik armbönd.

Til stuðnings verkefninu „Ég á bara eitt líf“/  #egabaraeittlif sem er til minningar um Einar Darra sem lést í maí s.l. aðeins 18 ára gamall.

Einar Darri var nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fjölskylda og vinir Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Armböndin eru kærleiksgjöf frá minningarsjóðnum til þess að minna fólk á að það á bara eitt líf og opna umræðuna um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hjá fólki og sér i lagi ungmennum hérna a Íslandi.

Nánar hér:

 

Stöndum saman og styðjum baráttuna #egabaraeittlif. ÁFRAM VIÐ!!

Minningarsjóður Einars Darra

Reikningsnúmer: 0354-13-200240
Kennitala: 160370-5999

Skipulagshópur: Andrea Ýr Arnarsdóttir, Aníta Rún Óskarsdóttir, Bára Tómasdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson, Sigrún Bára Gautadóttir, Kristján Hölluson, Hrönn Stefánsdóttir Elín Matthildur Andrésdóttir, Sandra Björk Jóhannsdóttir, Sólrún Freyja Sen, Ingveldur Halla Kristjánsdóttir, Bjarki Aron Sigurðsson, Aron Már Stefánsson, Helga Vala Helgadóttir, Hrefna Hugosdóttir, Helgi Pétur Ottesen og Matthías Hálfdánarsson.

Forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra: Andrea Ýr Arnarsdóttir (Formaður), Auðbjörg Friðgeirsdóttir (Innri endurskoðandi og ritari), Aníta Rún Óskarsdóttir (Stjórn), Bára Tómasdóttir (Stjórn), Óskar Vídalín Kristjánsson (Stjórn).