Guðlaugin rís upp úr brimvarnargarðinum við Langasand

Það var mikið um að vera við Guðlaugina í dag þar sem steypuframkvæmdir stóðu yfir hjá verktakanum.

Verkið er vel á veg komið en upphaflega var gert ráð fyrir að verkinu myndi ljúka í júlí.

Guðlaug er steinsteypt mannvirki staðsett í brimvarnargarðinum við Langasand.

Myndirnar voru teknar í dag, 23. júlí, af útsendara skagafrettir.is

Guðlaug verður á þremur hæðum, en á efstu hæðinni verður útsýnispallur.

Þar fyrir neðan verða m.a. heit setlaug og sturtur. Á fyrstu hæðinni verður vaðlaug.

   

Auglýsing



http://localhost:8888/skagafrettir/2017/08/24/framkvaemdir-vid-gudlaugina-hefjast-a-naestu-dogum/

Auglýsing