Tinna valdi Brynjar í U-19 ára landsliðið fyrir EM í badminton

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari í badminton, sem á ættir að rekja á Akranes, valdi Skagamanninn Brynjar Már Ellertsson í U19 ára landslið Íslands.

Brynjar Már mun taka þátt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Tallinn í Eistlandi dagana 7.-16. september.

Hópinn skipa:

Brynjar Már Ellertsson, ÍA
Einar Sverrisson, TBR
Eysteinn Högnason, TBR
Halla María Gústafsdóttir, BH
Una Hrund Örvar, BH
Þórunn Eylands Harðardóttir, TBR

Mótið er bæði liða- og einstaklingskeppni.

Liðakeppnin fer fram 7. – 11. september og einstaklingskeppnin 11. – 16. september.

Þess má geta að Tinna er dóttir Helga Magnússonar og Örnu Arnórsdóttur, sem eru bæði fædd og uppalinn á Akranesi.
Helgi starfaði lengi sem íþróttakennari í FVA á Akranesi og Arna er leikskólakennari á Akranesi.

Tinna Helgadóttir.

Auglýsing