Guðrún Nolan náði góðum árangri á sterku móti á Englandi

Guðrún Nolan, félagi úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, náði góðum árangri á sterkasta unglingamóti Englands sem fram fór á East Devon vellinum á Englandi.

Guðrún komst í gegnum niðurskurðinn en aðeins 40 efstu af alls 144 keppendum komust í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum eða tveimur keppnisdögum.

Skorið á mótinu má nálgast hér:

Guðrún er 13 ára gömul en hóf að stunda golfíþróttina ung að árum hér á Akranesi þar sem að móðir hennar sá um veitingasöluna í golfskála Leynis.

Foreldrar Guðrúnar eru Þorsteinn Böðvarsson og María Guðrún Nolan, sem voru lengi búsett á Akranesi. Þau búa í Brighton á Englandi og keppir Guðrún fyrir Hollingbury Park Golf Club þar sem foreldrar hennar starfa.

María Guðrún á enskan föður, John Nolan, sem var á árum áður einn þekktasti golfkennari Íslands og kenndi í mörg ár hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hér má lesa viðtal sem birt var á vefnum kylfingur.is árið 2014 þar sem rætt er við Maríu Nolan. 

Þorsteinn Böðvarsson, Guðrún Nolan og María Guðrún Nolan.