„Sólskinið kallaði á okkur“ – nýr sólríkur sumarslagari frá Kajak

Raf­tón­list­ar­dúóið KAJAK lætur verkin tala þegar kemur að framleiðslu á nýrri tónlist. Hljóm­sveit­in, sem er með sterka Skagatengingu hefur gefið út nýja smá­skífu sem er hægt er að nálg­ast á Spotify ásamt öðrum tónlistarveitum.

Lagið „Shine“ er skemmtilegur og sólríkur sumarslagari sem kemur manni í góðan fíling – segir í tilkynningu frá hljómsveitinni sem á ættir sínar að rekja til Akraness.

„Við vorum að vonast eftir að draga fram sólina úr felum með nýju smáskífunni “Shine” sem kemur út í dag. Það virðist hafa virkað eitthvað aðeins og vonandi hellist sólskinið yfir okkur núna.“ segja Hreinn Elías­son og Sig­ur­mon Hart­mann Sig­urðsson um ástæður fyrir nafni lagsins.

KAJ­AK hef­ur verið líkt við sveit­ir á borð við Miike Snow, MGMT og The Kni­fe.

Tón­list­in inni­held­ur skemmti­legt frum­byggja popp sem iðar af lífi og lög­in eru dansvæn og gríp­andi en búa einnig yfir ákveðinni dýpt og dulúð. Þessa stund­ina eru þeir Hreinn og Sig­ur­mon að leggja loka­hönd á fjölda smáskífna sem koma út á næstu mánuðum.

Hægt er að fylgj­ast með Kaj­ak á Face­book og Instagram síðum sveit­ar­inn­ar sem og á www.kajakmusic.com

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/06/14/nytt-hm-lag-fra-skagasveitinni-kajak-gullid-kemur-heim/

Auglýsing



http://localhost:8888/skagafrettir/2017/10/23/hlyr-blaer-og-sol-a-lofti-i-nyju-lagi-fra-skagasveitinni-kajak/

Kajak á ættir að rekja á Akranes.

Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurður Jónssonar knattspyrnumanns –
sem eru bæði búsett á Akranesi.

Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.

Auglýsing