Raftónlistardúóið KAJAK lætur verkin tala þegar kemur að framleiðslu á nýrri tónlist. Hljómsveitin, sem er með sterka Skagatengingu hefur gefið út nýja smáskífu sem er hægt er að nálgast á Spotify ásamt öðrum tónlistarveitum.
Lagið „Shine“ er skemmtilegur og sólríkur sumarslagari sem kemur manni í góðan fíling – segir í tilkynningu frá hljómsveitinni sem á ættir sínar að rekja til Akraness.
„Við vorum að vonast eftir að draga fram sólina úr felum með nýju smáskífunni “Shine” sem kemur út í dag. Það virðist hafa virkað eitthvað aðeins og vonandi hellist sólskinið yfir okkur núna.“ segja Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson um ástæður fyrir nafni lagsins.
KAJAK hefur verið líkt við sveitir á borð við Miike Snow, MGMT og The Knife.
Tónlistin inniheldur skemmtilegt frumbyggja popp sem iðar af lífi og lögin eru dansvæn og grípandi en búa einnig yfir ákveðinni dýpt og dulúð. Þessa stundina eru þeir Hreinn og Sigurmon að leggja lokahönd á fjölda smáskífna sem koma út á næstu mánuðum.
Hægt er að fylgjast með Kajak á Facebook og Instagram síðum sveitarinnar sem og á www.kajakmusic.com
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/06/14/nytt-hm-lag-fra-skagasveitinni-kajak-gullid-kemur-heim/
Auglýsing
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/10/23/hlyr-blaer-og-sol-a-lofti-i-nyju-lagi-fra-skagasveitinni-kajak/
Kajak á ættir að rekja á Akranes.
Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurður Jónssonar knattspyrnumanns –
sem eru bæði búsett á Akranesi.Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.
Auglýsing