Skagamenn á toppinn – Stefán á skotskónum gegn Fram

„Leikmennirnir sem við bættum við í hópinn hafa skapað aðrar víddir i okkar leik. Þeir eru með ólíka hæfileika sem við getum nýtt sem lið. Þar að auki hefur t.d. samvinna Jeppe Hansen og Stefáns Teits Þórðarsonar smollið saman í undanförnum leikjum.

Ég verð einnig að hæla þeim og öllu liðinu fyrir vinnsluna sem þeir setja í leikinn fyrir liðsheildina. Varnarleikur liðsins byrjar á fremstu mönnum og þeir hafa gert það vel að undanförnu.

Nýju leikmennirnir styrkja hópinn og auka fjölbreytileikann í okkar sóknarleik en við þurfum að verjast vel og halda hreinu eins og við gerðum í þessum leik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA við skagafrettir.is eftir 2-0 sigur liðsins gegn Fram í Inkasso-deildinni á Norðurálsvelli í kvöld.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/14/myndasyrpa-ur-sigurleik-ia-gegn-fram-hverjir-voru-a-leiknum/

 

ÍA er á toppi deildarinnar með 36 stig en toppbaráttan er hörð og stutt í HK sem er með 35 stig og Þór sem er með 33 stig. Nýverið bætti ÍA Hollendingnum Vincent Weijl í leikmannahópinn auk Danans Jeppe Hansen. Þeir eru báðir sóknarleikmenn og hefur Jeppe skorað

Stefán Teitur Þórðarson skoraði bæði mörk ÍA í leiknum um miðjan síðari hálfleik með stuttu millibili. Stefán hefur nú skorað alls 7 mörk í deildinni og er hann markahæsti leikmaður liðsins. Jeppe Løkkegaard Hansen hefur skorað alls þrjú mörk í þremur fyrstu leikjum sínum fyrir ÍA. Hann skoraði tvívegis gegn Haukum og eitt í 2-0 sigri gegn Njarðvík.

AuglýsingAuglýsing