Myndasyrpa úr leik ÍA og Keflavíkur í Inkasso-deild kvenna

Lokatölur úr leik ÍA og Keflavíkur sem fram fór í gærkvöld í Inkasso-deild kvenna í Akraneshöllinni segja ekki alla söguna.

Leikurinn var jafn og spennandi allt þar til að 10 mínútur voru eftir. Gestirnir úr Bítlabænum skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og breyttu stöðunni úr 2-1 í 5-1.

Staðan var 2-1 fyrir Keflavík í hálfleik en Unnur Haraldsdóttir jafnaði metin fyrir ÍA á 37. mínútu eftir að Keflavík hafði komist yfir á 15. mínútu.

Með sigrinum treysti Keflavík stöðu sína á toppi deildarinnar en ÍA er í þriðja sæti, sex stigum á eftir Keflavík. Fylkir er í öðru sæti en tvö efstu liðin komast upp í Pepsi-deildina á næsta tímabili.

Fjölmenni mætti á leikinn sem fram fór eins og áður segir í Akraneshöllinni.

Vakti það nokkra athygli þar sem að blíðviðri var á Akranesi í gær og allar aðstæður til þess að leika úti voru eins og best verður á kosið.

 

AuglýsingAuglýsingAuglýsing