Kynning á nýjum valkosti í húsnæðismálum eldri íbúa Akraness

Það styttist í að framkvæmdir við nýjar íbúðir við Dalbraut 4 hefjist. Um er að ræða íbúðir og félagsheimili fyrir eldri borgara á Akranesi.

Um er að ræða 26 íbúðir í fimm hæða húsi. Félagsaðstaða eldri borgara verður á 1. hæð en íbúðirnar eru á hæðunum þar fyrir ofan.

Fasteignasalan Lögheimili verður með kynningu á verkefninu dagana 1. og 2. september á skrifstofu fyrirtækisins við Skólabraut 26 á Akranesi.

Opið verður á skrifstofunni frá 13-15 laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. september.

Íbúðirnar sem byggðar verða eru í mörgum stærðarflokkum, allt frá 60,6 fm og upp í 166,6 fm.

Nánar hér: