Vala Rún og Hrannar sigurvegarar í sumarmyndakeppni VR

Skagamaðurinn Hrannar Örn Hauksson sigraði í sumarmyndakeppni VR.  Fjölmargir tóku þátt en myndin hans Hrannars þótti sú besta.

Myndin segir allt sem segja þarf. Það er án efa einhver tilvísun í sumarveðrið 2018 á SV-hluta landsins í þessari framsetningu og mynduppbyggingu. Pollagalli, stígvél, húfa, sólgleraugu og mikið vatn. Reyndar er ekki rigning og það þykir án efa fréttaefni fyrir sumarið 2018.

Hrannar segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að hann hafi ekki tekið þátt í slíkri keppni í nokkur ár. Hann þakkar dóttur sinni Völu Rún, fyrir að vera svona mikill töffari við að veiða. Vala Rún er búsett á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni.

Auglýsing