Eiður mokar upp makrílnum ı Ísak AK 67 er í fimmta sæti

Eiður Ólafsson skipstjóri á Ísak AK 67 hefur mokað upp makrílnum á vertíðinni hjá handfærabátunum sem fer brátt að ljúka.

Ísak Ak 67 er í fimmta sæti yfir aflahæstu bátana á vertíðinni með 170 tonn í 24 löndunum. Mest hefur Ísak AK 67 fengið 9,1 tonn í einum róðri. Aðalsveiðisvæðin hjá handfærabátunum eru við Keflavík, við Garðskagavita og á Snæfellsnesi.

Frá þessu er greint á hinum bráðskemmtilega fréttavef aflafrettir.is.

Hreggi AK 85 er í 27. sæti á þessum lista með 62,5 tonn í samtals 14 löndunum.

Auglýsing