2. flokkur ÍA fagnaði Íslandsmeistaratitlinum – 13 ára bið á enda

Skagamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. fl. karla í knattspyrnu í kvöld með glæsilegum 7-0 sigri á útivelli gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Sigurinn var aldrei í hættu en ÍA og KR enduðu með sama stigafjölda í efsta sæti en markatala ÍA var mun betri.

Þar með lauk 13 ára bið ÍA eftir Íslandsmeistaratitli í þessum flokki. Þetta er í 9 skipti sem ÍA er Íslandsmeistari í 2. flokki karla en ÍA varð fyrst meistari árið 1946 eða fyrir 72 árum.

Til hamingju með titilinn.

2018: ÍA
2005: ÍA
2004: ÍA
2002: ÍA
2001: ÍA
1992: ÍA
1973: ÍA
1960: ÍA
1942: ÍA