SkagaTV: Sjáðu fögnuð Skagamanna eftir sigurinn í Inkasso-deildinni

Skagamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 1-1 jafntefli gegn Þrótti úr Reykjavík á Norðurálsvellinum. Garðar Gunnlaugsson skoraði mark ÍA.

Á sama tíma tapaði HK óvænt gegn Haukum á útivelli 2-0. ÍA og HK voru jöfn að stigum en ÍA var með betri markatölu. Skagafréttir voru á Norðurálsvellinum í dag. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá upptöku og viðtöl við forráðamenn ÍA og fyrirliða ÍA.

Auglýsing