Ísak og Oliver æfa með FC Nordsjælland í Danmörku

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson eru þessa stundina staddir í borginni Farum í Danmörku.

Þeir munu æfa með FC Nordsjælland í eina viku en liðið er í efsta deild þar í landi.

Félagið óskaði eftir því að fá örfættu frændurna frá Akranesi til reynslu. Ísak Bergmann er fæddur árið 2003 og Oliver er fæddur árið 2002.

Keppnistímabilið hefur verið árangursríkt hjá Ísak og Oliver.

Þeir fögnuðu Norðurlandameistaratitlinum með íslenska U-16 ára landsliðinu í Færeyjum, Íslandsmeistaratitlinum með 2. flokki karla og fengu tækifæri með mfl. karla í fyrsta sinn á ferlinum í lokaumferðinni gegn Þrótti R. í Inkasso-deildinni.

 

Auglýsing