SkagaTV: Guðlaug við Langasand – svona er staðan á verkefninu

Það styttist í að Guðlaugin við Langasand á Akranesi verði tekin í notkun. Verkinu er að mestu lokið og aðeins á eftir að ganga frá ýmsum smáatriðum við vinnusvæðið.

Verkefnið var unnið af Ístak en Guðlaug er steinsteypt mannvirki staðsett í brimvarnargarðinum við Langasand.

Guðlaug er á þremur hæðum, en á efstu hæðinni er útsýnispallur, en þar fyrir neðan er m.a. heit setlaug og sturtur.

Á fyrstu hæðinni verður vaðlaug. Myndband frá Guðlauginni má sjá hér fyrir neðan.

 


 

Auglýsing