Kvöldvökurnar á Gamla Kaupfélaginu hafa vakið mikla lukku hjá Skagamönnum á þessu ári.
Listamenn úr öllum áttum hafa mætt með reglulegu millibili á fimmtudagskvöldum og hefur mætingin verið góð.
Í gær var boðið upp á lifandi tónlist á tónleikum þar sem lög með írsku stórhljómsveitinni U2 voru á dagskrá.
Landsþekktir tónlistarmenn skipuðu hljómsveitina sem hefur sérhæft sig í flutningi á U2 lögum. Hljómsveitina skipa þeir: Magni Ásgeirsson – (Á móti sól), Birgir Nielsen – (Land & Synir), Gunnar Þór Eggertsson (Vinir Vors & Blóma)
Friðrik Sturluson – ( Sálin ).
Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu og myndbönd frá tónleikunum í gær – sem þóttu vel heppnaðir og voru þeir vel sóttir.