Skarphéðinn – „Frábært tækifæri fyrir mig sem þjálfara“

Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Skagmaðurinn Skarphéðinn Magnússon tekur við starfinu um næstu mánaðarmót.

Skarphéðinn hefur starfað hjá KFÍA frá árinu 2014 og þjálfað marga af yngri flokkum félagsins.

„Ég tel þetta vera frábært tækifæri fyrir mig sem þjálfara. Ég sé fram á virkilega spennandi tíma enda um mjög krefjandi starf að ræða sem er á sama tíma áhugavert að takast á við,“ segir Skarphéðinn m.a. í viðtali á heimasíðu KFÍA.

Lúðvík Gunnarsson var áður yfirþjálfari yngri flokka KFÍA og þar áður var Jón Þór Hauksson í þessu starfi. Alls sóttu 6 um starfið sem auglýst var fyrir nokkrum vikum síðan.

Nánar á heimasíðu KFÍA. 

 

 

Auglýsing