Atli Vikar Ingimundarson og Brynhildur Traustadóttir stóðu uppi sem stigameistarar á Akranesmeistaramótinu í sundi sem fram fór í Jaðarsbakkalaug fimmtudaginn 27. september s.l.
Alls tóku 33 keppendur þátt og var mótið vel heppnað þrátt fyrir að kalt hafi verið í veðri.
Fjölmargir voru á bakkanum að hvetja krakkana og myndaðist skemmtileg stemmning
Akranesmeistar 2018 voru eftirtaldir :
Akranesmeistarar 2018 í flokki 11-12 ára:
Freyja Hrönn Jónsdóttir og Guðbjarni Sigþórsson.
Akranesmeistarar 2018 í flokki 13-14 ára:
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Kristján Magnússon.
Akranesmeistarar 2018 í flokki 15 ára og eldri:
Brynhildur Traustadóttir og Atli Vikar Ingimundarson. Þau voru einnig stigahæst á mótinu, Brynhildur fyrir 200 metra skriðsund og Atli Vikar fyrir 50 metra skriðsund.
Auglýsing