Fjórir Skagamenn eru í U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu karla sem leikur gegn Norður-Írlandi og Spáni í undankeppni EM.
Stefán Teitur Þórðarson og Hörður Ingi Gunnarsson, leikmenn ÍA, eru báðir í hópnum. Atvinnumennirnir Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva) og Tryggvi Haraldsson (Halmstad) eru í hópnum.

Stefán Teitur er nýliði í U21 árs liðinu sem Eyjólfur Sverrisson þjálfar. Ísland er í fjórða sæti riðilsins og fara leikirnir fram á heimavelli Fylkis í Árbænum.
Spánn er í efsta sætinu með 21 stig, Slóvakía 15, N-Írland 14, Ísland 11, Albanía 6, Eistland 1.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Aron Elí Gíslason | KA
Aron Snær Friðriksson | Fylki
Aðrir leikmenn:
Alfons Sampsted | Landskrona
Óttar Magnús Karlsson | Trelleborg
Axel Óskar Andrésson | Viking Stavanger
Tryggvi Hrafn Haraldsson | Halmstad
Felix Örn Friðriksson | Vejle
Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel
Júlíus Magnússon | Heerenveen
Samúel Kári Friðjónsson | Valerenga
Ari Leifsson | Fylki
Torfi Tímoteus Gunnarsson | Fjölni
Alex Þór Hauksson | Stjörnunni
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA
Stefan Alexander Ljubicic | Brighton
Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford
Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II
Daníel Hafsteinsson | KA
Willum Þór Willumsson | Breiðabliki
Sigurður Arnar Magnússon | ÍBV
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Auglýsing