Bergdís og Þórður í sigurför með U19 ára landsliðinu

Bergdís Fanney Einarsdóttir leikmaður ÍA var að venju í byrjunarliði U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu í 5-1 sigri liðsins gegn Belgíu í undankeppni EM2019.

Með sigrinum náði Ísland að tryggja sér sigur í riðlinum með fullu húsi stiga.

Ísland kemst í milliriðil ásamt Belgíu. Bæð lið höfðu tryggt sér sæti í milliriðlinum áður en þjóðirnar mættust í lokaumferðinni.

Þórður Þórðarson, fyrrum þjálfari hjá ÍA, er þjálfari U19 ára landsliðs Íslands.

Bergdís var í byrjunarliði Íslands í öllum þremur leikjunum. Hún skoraði eitt marka Íslands í 4-0 sigri liðsins gegn Armeníu.

Ísland – Belgía 5-1

Ísland – Armenía 4-0

Ísland – Wales 2-1

Bergdís Fanney Einarsdóttir.

 

Auglýsing