Valdís Þóra reynir við sterkustu atvinnumótaröð veraldar

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, hefur leik mánudaginn 15. október á 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.

Mótið fer fram í Flórdída á Plantation Golf & Country Club, í Venice. LPGA mótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð í veröldinni.

Valdís Þóra er nú þegar búinn að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumóptaröðinni á næsta tímabili – en sú mótaröð er næst sterkasta atvinnumótaröð veraldar.

Alls eru leiknir fjórir hringir og eru keppendur alls 216 keppendur sem komust inn á 2. stigið.

Það er ekki ljóst hversu margir keppendur komast inn á lokastigið – en miðað við söguna undanfarin ár má búast við að 15-25 keppendur komist áfram af þesum 216.

Valdís Þóra hefur á undanförnum vikum dvalið við æfingar í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. æft hjá Tómasi Aðalsteinssyni. Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá John F. Kennedy University í Kaliforníu og veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum.

Tómas Freyr er aðstoðarprófessor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans.

 

Auglýsing