Frábær árangur hjá Brynhildi – keppir á NM í Finnlandi

Brynhildur Traustadóttir verður á meðal keppenda á Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fer í desember á þessu ári í Finnlandi.

Sundkonan frá Akranesi náði lágmarkinu fyrir NM með því að synda 400 metra skriðsund á 4.28.33 mínútum í Hafnarfirði.

Brynhildur lét ekki þar við sitja og bætti hún Akranesmetið í 1.500 metra skriðsundi í flokki 15-17 ára um 30 sekúndur. Hún náði þriðja besta árangri kvenna á mótinu sem fram fór um þessa helgi.

Alls tóku 9 sundmenn frá Akranesi þátt á Extra-móti Sundfélags Hafnarfjarðar. Árangur þeirra var góður á heildina litið og náðu allir að bæta árangur sinn,

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir komst m.a. inn í Tokyo-hópinn sem er framtíðarhópur Sundsambands Íslands.

Auglýsing