Bræðurnir Páll Sindri og Hákon Ingi leika með Vestra

Bræðurnir Páll Sindri og Hákon Ingi Einarssynir hafa ákveðið að leika með Vestra í 2. deild í knattspyrnu. Vestri er staðsett á Vestfjörðum og varð til eftir sameiningu Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur, BÍ/Bolungarvík.

Páll Sindri og Hákon Ingi hafa á undanförnum misserum verið lykilmenn í liði Kára sem leikur einnig í 2. deild karla í knattspyrnu.

Páll Sindri gekk í raðir ÍA á síðari hluta keppnistímabilsins 2018 en fékk ekki mörg tækifæri með liðinu. Páll Sindri er 26 ára gamall en Hákon Ingi er 23 ára.

Auglýsing