Skagmaðurinn Jón Ingi Þorvaldsson er einn þaulreyndasti fallhlífarstökkvari landsins. Hann hefur stokkið yfir 900 sinnum á ferlinum og stökk nr. 911 var heldur betur eftirminnilegt.
Jón Ingi var staddur í Bandaríkjunum í lok október s.l. þegar hann fór í loftið í sitt stökk nr. 911.
Hann varð fyrir því óláni að aðalfallhlífin opnaðist ekki nema að hluta til í þessu stökki og má sjá atvikið í myndbandi hér fyrir neðan.
Jón Ingi tók sjálfur myndband af atburðinum með myndbandsvél sem hann var með á hjálminum. Myndbandið er að finna á youtube og er hér fyrir neðan.
Eins og sjá má í myndbandinu er ljóst að atvikið var alvarlegt og Jón Ingi leyndi ekki tilfinningum sínum á meðan hann glímdi við vandamálið sem kom upp í mikilli hæð.
Ólína Jónsdóttir, fyrrum kennari og aðstoðarskólastjóri á Akranesi, er móðir Jóns Inga sem er fæddur árið 1970. Faðir Jóns Inga, Þorvaldur Þorvaldsson, lést árið 1985 en hann starfaði lengi sem kennari á Akranesi.
Auglýsing